Góð ráð

 

Hér eru nokkur mikilvæg atriði sem þú þarft að hafa í huga þegar þú skipuleggur nýja eldhúsið þitt.

Hvað hefur þú mikið pláss? Er nægilegt pláss fyrir: eldhúseyju, U- laga eldhús, L-laga eldhús eða beint eldhús?

Í eldhúsi eru þrír staðir sem saman mynda vinnusvæðið þitt. Eldavél, vaskur og kæliskápur. Milli þessara þriggja svæða er gott að teikna ósýnilegan þríhyrning sem er vinnuþríhyrningurinn þinn. Bilið milli þessara þriggja staða ætti að vera í heildina á milli 360 cm og 660 cm, til þess að eldhúsið þitt virki sem allra best. 
Svo þegar eldhúsið er teiknað er nauðsynlegt að passa að ekki sé of stutt á milli svæðanna og ekki of langt, svo allt sé við höndina þegar unnið er í eldhúsinu.

 

 

BEINT ELDHÚS
Ef plássið er af skornum skammti er beint eldhús sniðug lausn.

 

U- LAGA ELDHÚS
Ef þú hefur nóg pláss er U- laga eldhús frábær lausn. Mikið skápapláss og margar mögulegar útfærslur.

 

 

L-LAGA ELDHÚS
Fullkomin lausn fyrir eldhús með eldhúsborði.

 

 

ELDHÚSEYJA
Með beinu eldhúsi og frístandandi eyju, fæst bæði mikið skápapláss og borðpláss. En hafa ber í huga að það verða að vera a.m.k. 120 cm umhverfis eyjuna.

facebook